Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Velkomin(n)

Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri var stofnað 8. okt . 1963. Hlaut nafnið Sjóferðafélag Akureyrar sem síðar var breytt í Nökkvi, félag siglingamanna Akureyri.

Nýjustu fréttir

 • Skemmtilegir krakkar á sumarnámskeiđum Nökkva.

  Almennt - ţriđjudagur 8.júl.14 00:02 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 249 - Athugasemdir (0)

  img_0334_400

  Nýr hópur byrjaði í morgun mánudag og meirihluti krakkana hefur verið áður á námskeiðum klúbbsins.  Mikil þáttaka er þessa viku þrátt fyrir tvísýna veðurspá  og sýnir að ef krökkunum langar að koma þá mæta þau næstum sama hvernig veðrið sé.  Allar kænur klúbbsins voru á floti og mikið siglt allan morguninn.  Hér er Haukur Eldjárn fremstur í flokki á Optimist. Sjá fleiri myndir hér á eftir.


 • Siglinganámskeiđ fyrir fullorđna hefjast í vikunni

  Almennt - ţriđjudagur 10.jún.14 11:32 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 379 - Athugasemdir (0)

  Nú gefst fullorðnum ( 16 ára til 70 ára) kostur á að skella sér á siglinganámskeið á Paradísina flaggskip Nökkva.   Námskeiðið stendur frá 11.-16. júní. Reynt verður að aðlaga kennslutíma að einstökum nemendum með tilliti til þess tíma dags sem þeir hafa. -  Kennari er Jón Magg.

  Sjá meira


 • Fyrsta alvöru flotbryggja Nökkva sjósett.

  Almennt - fimmtudagur 29.maí.14 22:54 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 530 - Athugasemdir (1)

  Ekki minkaði brosið á okkur Nökkvamönnum þennan daginn en seinnipartinn eftir undirrskriftina þá var sjósett fyrsta flotbryggjan af mörgum sem munu koma við nýju aðstöðu okkar Nökkvamanna við Pollinn.  Bryggjan kemur frá Króla ehf en er framleidd hjá Loftorku í Borgarnesi og flutt á bíl norður yfir heiðar. Breytingarnar sem verða á aðstöðu klúbbsins verða ótrúlega miklar og mun það koma í ljós í sumar hvað það hefur mikið að segja að hafa alvöru bryggjur loksins sem verja bátana okkar fyrir verstu veðrum.  Minnum á vorhátíð föstudag 30 maí.   kl 17 við Nökkva.

  krolabryggja_400 


 • Merkisdagur í sögu siglingaklúbbsins Nökkva.

  Almennt - fimmtudagur 29.maí.14 22:32 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 522 - Athugasemdir (0)

  Miðvikudagurinn 28 maí verður í framtíðinni dagur sem vert er að muna.  Uppbyggingasamningur um framtíðarskipan siglingaklúbbsins Nökkva við Pollin var undirritaður á skrifstofu bæjarstjóra við mikla gleði.  Samningurinn hefur verið í farvatninu sl tvö kjörtímabil en núna loksins á síðustu dögum fyrir kosningar náðist að klára samninginn og undirrita. Samningurinn er til 5 ára og gefur klúbbnum möguleika á að hefja mikla uppbyggingu næstu árin.  Má fyst nefna uppfyllinguna sjálfa og frágang, endurgerð Höepfnersbryggju ásamt kaupum á flotbryggjueiningum og svo byggingu alvöru bátageymslu og viðgerðaraðstöðu á nýju uppfyllingunni.  Tveimur kennslustofum verður einnig komið fyrir á nýju uppfyllingunni og er reiknað með að þær yrðu klárar næsta vor.

  undirrskrift_nkkvi_400

  Formaður Nökkva handsalar nýja samningnum við bæjarstjórann EiríkBjörgvin ásamt forsvarsmönnum L lista sem gerðu samninginn mögulegan og stjórnarmönnum og siglingamanni Nökkva.  Fv, Jón Hrói Finnsön, Hrönn Ásgeirsdóttir, Tryggvi Gunnarson formaður íþróttaráðs, Eiríkur Björgvin bæjarstjóri á Akureyri, Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkv, Oddur Helgi Halldórsson formaður framkvæmdadeildar og Björn Heiðar Rúnarsson siglingamaður úr Nökkva.  Ljósm Hörður Finnbogason.


 • Vorhátíđ Nökkva föstudaginn kl 17.

  Almennt - ţriđjudagur 27.maí.14 21:43 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 500 - Athugasemdir (0)
  Í tilefni að undirritun uppbyggingasamnings við Akureyrarbæ er félagsmönnum og æfingakrökkum boðið í pizzuveislu í Nökkva milli 17-19 á föstudag 30 maí. Samningurinn er kynntur og framtíðarplönin eins og þau liggja fyrir næstu 2-3 árin.  

 • Fyrsti vinnurdagur sumarsins nk laugardag 10 maí.

  Almennt - fimmtudagur 8.maí.14 12:08 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 571 - Athugasemdir (0)

  Nú er komið að því að hefja starfsemina í Nökkva sumarið 2014.  Á laugardaginn kl 11 -14 er hugmyndin að hittast og liggja nokkur verkefni fyrir.  Boðið verður upp á smá snarl í hádeginu.  Stjórnin vonast eftir að sem flestir hafi tíma til að koma þótt ekki væri nema hluta tímans. 

   


 • Framkvćmdir viđ Nökkva.

  Almennt - föstudagur 4.apr.14 13:09 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 540 - Athugasemdir (0)

  Vel hefur gengið að framkvæma í og kringum Nökkvasvæðið. Nú verður smá bið meðan svæðið er að síga og svo verður farið í frágang á köntum og inni í höfninni sjálfri. Hér er ný loftmynd af framkvæmdarsvæðinu. Ljósm RÞB

  img_3448_400 


 • Skútukarlar gera sig klára.

  Almennt - ţriđjudagur 1.apr.14 10:28 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 465 - Athugasemdir (0)

  Það var vorhugur í þeim kjölbátaeigendum Knúti Karls og Krumma þegar þeir hjálpuðust að við að koma upp seglunum á Uglu í blíðunni í gær mánudag. Vonandi verða margir svona bjartir og fallegir dagar framundan þótt auðvitað megi alltaf reikna með smá hreti á milli.

  img_3178_400 

  img_3184_400 


 • Framkvćmdir viđ Nökkva ganga vel. Mikiđ verk ađ undirbúa fyrir sumariđ.

  Almennt - sunnudagur 9.mar.14 15:27 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 4060 - Athugasemdir (0)

  Núna hefur heldur hressilega verið framkvæmt við strandlengjuna við Nökkva. Svæðið sem við héldum að yrði mótað á nokkrum árum hefur þegar náð nokkurn veginn endanlegri stærð og mikill frágangur á öllum útköntum uppfyllingarinnar bíður. Garðurinn út úr Leiruveginu er þegar kominn ein langt og hægt er og mun hafa mikil áhrif á allt skjól í krikanum þegar fram líða stundir og koma í veg fyrir mikið af sandburði sem að mestu kemur austan frá ánni.  Göngustígur sem nær frá flugvelli út að Torfunefsbryggju, sem bærinn er að gera verður malbikaður fyrir sumarið og verður gaman að sjá hversu mikil áhrif hann hefur á alla umferð gangandi og hjólandi við Nökkvasvæðið.  Miklið verk er fyrir höndum að undirbúa og græja svæðið og höfnina fyrir sumarnámskeiðin en með samstilltu átaki ætti það að hafast.  Verið er að ganga frá samningum við Akureyrarbæ og verður hann vonandi undirritaður á næstu vikum. 

  img_2985_400
  Nýja höfnin á eftir að breyta talsvert starfseminni við Höepfner og kanski ef tekst vel að búa til almennilegt skjól með steyptri flotbryggju verður möguleiki á að fá pláss fyrir littla jullur strax í sumar.

 • Ţrekćfingar á Bjargi fram á voriđ.

  Almennt - sunnudagur 9.mar.14 15:18 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 3461 - Athugasemdir (0)

  Nú hafa staðið yfir þrekæfingar á Bjargi nokkrun tíma og mætingin verið ágæt þótt hún hafi ekki verið mikin í morgun þegar formaður dreif sig í ræktina með krökkunum.  Við munum halda áfram fram að páskum það minnsta og er æft á fimmtudagskvöldum kl 18,30 og svo á sunnudögum kl 11,30.  Þjálfari er eins og í fyrra hún Þórunn ( Tóta) og eru krakkarnir mjög ánægð með hana. Næsta fimmtudag förum við svo í Nökkva eftir æfingu, fáum okkur Greifa pizzu og leggjum á ráðin fyrir sumarið. Mjög líklega verður byrjað á björgunarbátanámskeiði/ réttinda námskeiði og svo er spurning með æfingarhópinn á Laser hvort við reynum að fá Alberte hingað til Rvík í vor fyrir eina góða siglingarhelgi. Sjáumst næsta fimmtudag sem flest. kv RÞB

  img_0212_400

  Duglegasta fólkið, Breki, Alex og Lilja á Bjargi í morgun.


 • Ath!! - Skemmtibátanámskeiđ - fjarnám 3. mars - 12. apríl 2014

  Almennt - ţriđjudagur 25.feb.14 17:13 - Jón Magnússon - Lestrar 3826 - Athugasemdir (0)

  Nýtt bóklegt fjarnámskeið fyrir skemmtibáta er að hefjast hjá Tækniskólanum. Sjá má lýsingu á námskeiðinu hér neðar á síðunni en námskeiðinu sem var í janúar til febrúar er nú að ljúka.

  Sjá líka nánar á: http//www.tskoli.is/undirbuningsnamskeid-fyrir-skemmtibataprof---fjarnam/nr/654.

  Sjá líka á endurmenntun@tskoli.is


 • Ađalfundur Nökkva haldinn, nýtt fólk í stjórn.

  Almennt - ţriđjudagur 25.feb.14 09:36 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 2204 - Athugasemdir (0)
  Það var þokkaleg mæting á aðalfundinn í gærkveldi 24 feb.  Nokkrir nýjir koma inn í stjórn en aðrir falla út.  Formaður er sem fyrr Rúnar Þór, aðrir aðalmenn í stjórn eru Jón Hrói Finnsson, Kristján Kristjánsson, Hrönn Ásgeirsdóttir og Gauti Elfar Arnarson og í varastjórn Karen Malmquist og Sigurður Þorláksson.  Rætt var um tilvonandi samning við bæinn, farið yfir framkvæmdir og framtíðarmálin rædd. Aðalbreytingin verður að stofnað er sérstakt foreldraráð/nefnd sem mun einbeita sér af málefnum siglingakrakka í æfingahóp Nökkva, þjálfunarmálum, fjáröflunum og ferðum á æfingabúðir og keppnir. Allir foreldrar sem eiga krakka i æfinga-hópnum eru hvattir til að vera með og styðja við uppbyggingarstarfið sem framundan er.  Húsanefnd var einnig skipuð en það eru Gunnar Larsen, Hörður E Finnbogason, Hjalti Jóhannesson ásamt formanni.  Einnig var rætt um kennslu á Paradís og gaman að finna sterkan áhuga á að efla og halda uppi starfsemi tengda kjölbátasiglingum.  Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudagskvöldið 10 mars kl 20 þar sem ekki náðist að klára reikningana fullkomlega fyrir aðalfundinn.

Deildarval

Framsetning efnis

 • A-
 • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf