Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Velkomin(n)

Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri var stofnað 8. okt . 1963. Hlaut nafnið Sjóferðafélag Akureyrar sem síðar var breytt í Nökkvi, félag siglingamanna Akureyri.

Nýjustu fréttir

 • Skemmtisiglingar á Pollinum á miđvikuudagskvöldum í sumar.

  Almennt - ţriđjudagur 23.jún.15 21:05 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 111 - Athugasemdir (0)
  Skemmtisigling á miðvikudögum næstu vikurnar. Nú á aftur að reyna blása lífi í hópsiglingu á Pollinum á miðvikudagskvöldum kl 19. Mæting við Nökkva, Jón Magg kemur á Paradís og Wafarer er klár í siglingu. Sjáum hvort ekki sé hægt að fá fólk einu sinni í viku til a koma og nýta sér bátaflotann okkar, eins geta félagsmenn mætt og fengið árabát fyrir sig og sína ásamt kayökum? Með kveðju, stjórn Nökkva

 • Pollurinn hreinn ađ nýju.

  Almennt - fimmtudagur 18.jún.15 19:14 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 132 - Athugasemdir (0)

  hreinn_pollur_0895_400

  Eftir hrikalegar fréttir í mörgum fjölmiðlum sl daga af mengun við siglingaklúbbinn getum við glatt alla með nýjustu mælingum sem reyndust mjög góðar og langt innan allra viðmiðunarmarka.  Ekki það að þær fréttir hefðu breytt neinu fyrir starfsemina en við færðum sullið inn á sandströndina í krikanum við Leirunesti og þar hafa krakkarnir skemmt sér við sjósund og sull eins og þeim einum er lagið. 


 • Siglinganámskeiđ fyrir fullorđna eru ađ hefjast

  Almennt - miđvikudagur 17.jún.15 11:28 - Jón Magnússon - Lestrar 165 - Athugasemdir (0)
  Paradís - flaggskip Nökkva

   

  Siglinganámskeið fyrir 16 -70 ára eru að hefjast og standa til 26. júní.

  Kennt verður að sigla með seglum og meðferð þeirra og að sigla með vél ásamt því að sinna þeim störfum sem eiga sér stað í venjulegum seglbát. Kennt er að sigla frá bryggju og leggja að ásamt að farið verður yfir helstu öryggismál og umferðareglur á sjó ásamt því að binda helstu hnúta sem notaðir eru til sjós.

  Námskeiðið stendur yfir í 10 siglingastundir. Markmiðið að loknu námskeiðinu er að nemandinn geti stjórnað seglum einn síns liðs þó að yfirleitt séu fleiri um borð hverju sinni. Þá er rétt að geta þess að nemendur öðlast þá reynslu og þekkingu til að geta siglt með öðrum seglbátum og sem skipstjóri á seglbátum undir 6 metrum en sem háseti á stærri skútum.

  Nú er að hrökkva eða stökkva því að námskeiðinu lýkur 26. júní.


 • Fyrstu námskeiđin ađ hefjast 8, júní nk.

  Almennt - mánudagur 1.jún.15 18:15 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 278 - Athugasemdir (0)

  Skráning stendur nú yfir á sumarnámskeiðin sem byrja eftir viku eða mánudaginn 8. júní. Síðuskólakrakkar voru í heimsókn í dag og mikil gleði og dugnaður hjá krökkunum þrátt fyrir ansi svalt og hrissingslegt veður. Aðrir skólar sem áttu bókað hjá okkur hafa afbókað heimsóknir þessa viku þar sem spáin næstu daga er ekkert spennandi fyrir sjósportið.  En takk krakkar úr Síðuskóla, flott hjá ykkur að drífa ykkur af stað. img_0809_400

  Sjá fleiri myndir hér undir.

   

   

   

   


 • Hluti í skútu á Florida til sölu.

  Almennt - mánudagur 18.maí.15 12:45 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 240 - Athugasemdir (0)

  Eigendur Paulina hafa beðið okkur að setja inn hlekk á auglýsingu þar sem þeir vilja selja hlut í þessari fallegu skútu.  Sjá hér undir.

  http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/707313/?q=ccffe2f36b4145c2d521a9ab2603bd50&item_num=4   


 • Kalli Hjalta bátadagur laugardag 16. maí.

  Almennt - föstudagur 15.maí.15 10:13 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 256 - Athugasemdir (0)

  image1_400

  Siglingamenn Nökkva eiga þessum heiðursmanni mikið að þakka.  Allir Optimistar sem notaðir voru af klúbbnum um árabil voru smiðaðir af Kalla og eigum við enn 4 slíka krossviðsbáta í fullri notkun.  Einnig eru 4 bátar á Sauðárkróki, 4 á Húsavík og allavega 2 á Eskifirði.  Við hvetjum alla sem áhuga hafa og eða hafa verið í kennslu hjá Kalla að mæta.  


 • Skráning á siglinganámskeiđ sumarsins 2015 hafin.

  Almennt - fimmtudagur 7.maí.15 10:22 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 358 - Athugasemdir (0)

  Byrjað er að taka við skráningum fyrir sumarið og greinilega er strax talsverður áhugi. Eitt þús króna hækkun er á fyrsta námskeiðinu frá því í fyrra en annars er verðskráin sama, Námskeið 2 og 3 á 7000, kr vikan og 5000 vikan eftir það. Sjáið upplýsingar undir námskeið hér á heimasíðunni. Frá og með morgundeginum 13 maí er hægt að nýts sér íþróttastyrk Akureyrarbæjar í gegnum svokallað Nora kerfi og höfum við Nökkvamenn tengst því eða erum að tengjast.  Skráning fer fram undir https://iba.felog.is/   Best er svo að senda email með kennitölu barnana og gsm númeri foreldra eða aðstandenda á emailið siglinganamskeid@gmail.com  Upplýsingar veitir Rúnar Þór í síma 6947509.


 • Heimasíđan óvirk lengi.

  Almennt - fimmtudagur 19.mar.15 15:39 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 629 - Athugasemdir (0)
  Því miður varð heimasíðan okkar óvirk um tíma af einhverjum ástæðum en er núna komin í loftið á ný. Við vonumst til að geta komið með skemmtilegar fréttir hér á næstunni eins og framtíðarhugmyndir Nökkvamanna á nýju uppfyllingunni.

 • Síđustu siglingakeppnir sumarsins. Akureyrarmót á laugardaginn 23. ágúst.

  Almennt - föstudagur 22.ágú.14 11:16 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1145 - Athugasemdir (0)

  Nú fer ţessu ágćta sumri ađ ljúka og síđustu keppnirnar framundan.  Um helgina 23. ágúst verđur Akureyrarmótiđ í siglingum haldiđ á Pollinum međ skipstjórafundi kl 11.  Enginn eđa lítill vindur er í kortunum en viđ verđum ađ vona ţađ besta.  Svo er komin tilkynning frá siglingaklúbbnum Ţyt í Hafnarfirđi um lokamót kćna nćstu helgi eđa laugardaginn 30 ágúst.  Sjá heimasíđu Ţyts.

  http://sailing.renault.1984.is


 • Rikka á Stöđ 2 í heimsókn, tók upp ţátt um siglingar og sjósport.

  Almennt - sunnudagur 17.ágú.14 18:17 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1192 - Athugasemdir (0)

  Nökkvamenn fengu frábæra heimsókn í dag, sunnudaginn 17 ágúst. Hin vinsæla Rikka sjónvarpsstjarna Stöðvar 2 var mætt í heimsókn til að gera þátt um siglingasportið. Fyrst sigldi húm með Ísabellu Sól á Optimist, þaðan lá leiðin á Topper með Degi Frey og að lokum var endað á að fara aðeins á seglbretti.  Siglingahópurinn mætti og skreytti Pollinn og veðrið var eins og best var á kosið, hægur norðan vindur sem að lokum varð að logni og stemmingin varð alveg frábær, takk Rikka og takk krakkar fyrir flottan dag, fylgjumst með þættinum þegar hann verður sýndur seinna í september.

  img_0744_400

  Hér er nýja sjónvarpsstjarna Nökkvamanna. Dagur Freyr á siglingu með sjónvarpskonunni sætu, Rikku ásamt myndatökumanni, þátturinn verður sýndur eftir ca mánuð.  Ljósm. Magni


 • Síđasta siglinganámskeiđinu 2014 er lokiđ, frábćr hópursiglingakrakka viđ ćfingar sl daga.

  Almennt - föstudagur 15.ágú.14 16:58 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1188 - Athugasemdir (0)

  img_0706_400

   Það var gaman að enda námskeið sumarsins 2014 með 22 krökkum og frábæru veðri.  Mikið hefur verið siglt í sumar og eins og sést hefur síðustu vikurnar þá er stór hópur Optimist krakka við æfingar alla daga eh.  Á sunnudaginn nk kemur Stöð 2 í heimsókn og munum við kenna Rikku að sigla eða réttara sagt krakkarnir.  Við mætum kl 12,30 verðum klár kl 13 og væri gaman ef Laserhópurinnn yrði líka á æfingu á þessum tíma og svo allir hinir, Siggi á 420, Heiðar og Aron á Topper Topaz ??   Framundan er svo Akureyrarmótið í siglingum og verður reynt að halda það laugardaginn 23 ágúst nk. Hugmyndir eru uppi um að byrja að keppa a tvisvar í næstu viku og enda svo með stuttu móti á laugardeginum.  Ef að því verður munum við auglýsa það betur.   Fleiri myndir eru undir hlekknum .


 • Vel heppnađ Íslandsmót á kćnum 2014. Mikil fjölgun í Laser flokki.

  Almennt - sunnudagur 10.ágú.14 22:22 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1238 - Athugasemdir (0)

  Það var mikil stemming við Pollinn á laugardaginn 9 ágúst sl.  Um 40 þáttakendur víðsvegar af landinu voru mættir til þáttöku í þessu Íslandsmóti.  Keppt var í 4 flokkum, Laser Standard, Radial, opnum flokki ( Laser 4,7. 420, 29erogTopperTopaz) og opnum Optimist flokki.  Sigurvegarar voru eftirfarandi, opinn flokkur Optimist, Þorgeir Ólafsson Íslandsmeistari, þá Andrés Nói Arnarson úr Brokey og Ísabella Sól Tryggvadóttir frá Nökkva.  Í Opnum flokki blandaðra kæna urðu Íslandsmeistarar feðgarnir Aðalsteinn Loftsson og Eyþór sonur hans frá Ými, öðru sæti félagarnir Daníel Alpi og Sigurgeir Sæberg og þriðja sæti Aron Sigurjónsson og Heiðar Örn Kristveigarson allir úr Nökkva.  9 keppendur voru í Laser Radíal flokki og varð Þorlákur Sigurðarson Íslandsmeistari, þar á eftir koma 3 ungar siglingakonur, Lilja Hannesdóttir í öðru sæti, Hrefna Ásgeirsdóttir í þriðja sæti báðar úr Brokey og Lilja Gísladóttir úr Nökkva í því fjórða. Björn Heiðar Rúnarsson varð svo Íslandsmeistari í Laser Standard flokki með Breka Sigurjónsson í öðru sæti, báðir í Nökkva og svo Gunnar Geir úr Þyt í þriðja sæti.  Helstu styrktaraðilar mótsins eru Kælismiðjan Frost, Landsbankin og Norðlenska og sendum við þeim bestu þakkir. Einnig öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við keppnishaldið og siglingafólki fyrir skemmtilega og drengilega keppni.

  img_0597_400

  Siguregarar Íslandsmótsins 2014 að lokinni verðlaunaafhendingu. 

  Sjá fleiri myndir og upplýsingar hér á eftir

   


Deildarval

Framsetning efnis

 • A-
 • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf