Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Velkomin(n)

Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri var stofnað 8. okt . 1963 en hét áður Sjóferðafélag Akureyrar.

Nýjustu fréttir

 • Framkvćmdir viđ Nökkva.

  Almennt - föstudagur 4.apr.14 13:09 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 97 - Athugasemdir (0)

  Vel hefur gengið að framkvæma í og kringum Nökkvasvæðið. Nú verður smá bið meðan svæðið er að síga og svo verður farið í frágang á köntum og inni í höfninni sjálfri. Hér er ný loftmynd af framkvæmdarsvæðinu. Ljósm RÞB

  img_3448_400 


 • Skútukarlar gera sig klára.

  Almennt - ţriđjudagur 1.apr.14 10:28 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 90 - Athugasemdir (0)

  Það var vorhugur í þeim kjölbátaeigendum Knúti Karls og Krumma þegar þeir hjálpuðust að við að koma upp seglunum á Uglu í blíðunni í gær mánudag. Vonandi verða margir svona bjartir og fallegir dagar framundan þótt auðvitað megi alltaf reikna með smá hreti á milli.

  img_3178_400 

  img_3184_400 


 • Framkvćmdir viđ Nökkva ganga vel. Mikiđ verk ađ undirbúa fyrir sumariđ.

  Almennt - sunnudagur 9.mar.14 15:27 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1822 - Athugasemdir (0)

  Núna hefur heldur hressilega verið framkvæmt við strandlengjuna við Nökkva. Svæðið sem við héldum að yrði mótað á nokkrum árum hefur þegar náð nokkurn veginn endanlegri stærð og mikill frágangur á öllum útköntum uppfyllingarinnar bíður. Garðurinn út úr Leiruveginu er þegar kominn ein langt og hægt er og mun hafa mikil áhrif á allt skjól í krikanum þegar fram líða stundir og koma í veg fyrir mikið af sandburði sem að mestu kemur austan frá ánni.  Göngustígur sem nær frá flugvelli út að Torfunefsbryggju, sem bærinn er að gera verður malbikaður fyrir sumarið og verður gaman að sjá hversu mikil áhrif hann hefur á alla umferð gangandi og hjólandi við Nökkvasvæðið.  Miklið verk er fyrir höndum að undirbúa og græja svæðið og höfnina fyrir sumarnámskeiðin en með samstilltu átaki ætti það að hafast.  Verið er að ganga frá samningum við Akureyrarbæ og verður hann vonandi undirritaður á næstu vikum. 

  img_2985_400
  Nýja höfnin á eftir að breyta talsvert starfseminni við Höepfner og kanski ef tekst vel að búa til almennilegt skjól með steyptri flotbryggju verður möguleiki á að fá pláss fyrir littla jullur strax í sumar.

 • Ţrekćfingar á Bjargi fram á voriđ.

  Almennt - sunnudagur 9.mar.14 15:18 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1720 - Athugasemdir (0)

  Nú hafa staðið yfir þrekæfingar á Bjargi nokkrun tíma og mætingin verið ágæt þótt hún hafi ekki verið mikin í morgun þegar formaður dreif sig í ræktina með krökkunum.  Við munum halda áfram fram að páskum það minnsta og er æft á fimmtudagskvöldum kl 18,30 og svo á sunnudögum kl 11,30.  Þjálfari er eins og í fyrra hún Þórunn ( Tóta) og eru krakkarnir mjög ánægð með hana. Næsta fimmtudag förum við svo í Nökkva eftir æfingu, fáum okkur Greifa pizzu og leggjum á ráðin fyrir sumarið. Mjög líklega verður byrjað á björgunarbátanámskeiði/ réttinda námskeiði og svo er spurning með æfingarhópinn á Laser hvort við reynum að fá Alberte hingað til Rvík í vor fyrir eina góða siglingarhelgi. Sjáumst næsta fimmtudag sem flest. kv RÞB

  img_0212_400

  Duglegasta fólkið, Breki, Alex og Lilja á Bjargi í morgun.


 • Ath!! - Skemmtibátanámskeiđ - fjarnám 3. mars - 12. apríl 2014

  Almennt - ţriđjudagur 25.feb.14 17:13 - Jón Magnússon - Lestrar 1476 - Athugasemdir (0)

  Nýtt bóklegt fjarnámskeið fyrir skemmtibáta er að hefjast hjá Tækniskólanum. Sjá má lýsingu á námskeiðinu hér neðar á síðunni en námskeiðinu sem var í janúar til febrúar er nú að ljúka.

  Sjá líka nánar á: http//www.tskoli.is/undirbuningsnamskeid-fyrir-skemmtibataprof---fjarnam/nr/654.

  Sjá líka á endurmenntun@tskoli.is


 • Ađalfundur Nökkva haldinn, nýtt fólk í stjórn.

  Almennt - ţriđjudagur 25.feb.14 09:36 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 783 - Athugasemdir (0)
  Það var þokkaleg mæting á aðalfundinn í gærkveldi 24 feb.  Nokkrir nýjir koma inn í stjórn en aðrir falla út.  Formaður er sem fyrr Rúnar Þór, aðrir aðalmenn í stjórn eru Jón Hrói Finnsson, Kristján Kristjánsson, Hrönn Ásgeirsdóttir og Gauti Elfar Arnarson og í varastjórn Karen Malmquist og Sigurður Þorláksson.  Rætt var um tilvonandi samning við bæinn, farið yfir framkvæmdir og framtíðarmálin rædd. Aðalbreytingin verður að stofnað er sérstakt foreldraráð/nefnd sem mun einbeita sér af málefnum siglingakrakka í æfingahóp Nökkva, þjálfunarmálum, fjáröflunum og ferðum á æfingabúðir og keppnir. Allir foreldrar sem eiga krakka i æfinga-hópnum eru hvattir til að vera með og styðja við uppbyggingarstarfið sem framundan er.  Húsanefnd var einnig skipuð en það eru Gunnar Larsen, Hörður E Finnbogason, Hjalti Jóhannesson ásamt formanni.  Einnig var rætt um kennslu á Paradís og gaman að finna sterkan áhuga á að efla og halda uppi starfsemi tengda kjölbátasiglingum.  Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudagskvöldið 10 mars kl 20 þar sem ekki náðist að klára reikningana fullkomlega fyrir aðalfundinn.

 • Ungt fólk til Ólympíu í Grikklandi.

  Almennt - ţriđjudagur 11.feb.14 12:17 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 897 - Athugasemdir (0)

  Frá ÍSÍ.  Hefi einhverjir siglingamenn eða konur áhuga þá er hér upplýsingar til skoðunar. 

  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 15. til 29. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympísk gildi (Olympic Values) og sérstök áhersla er lögð á virðingu fyrir fjölbreytileikanum. 

  Meira á næstu síðu 

    • Ađalfundur Nökkva mánudagskvöldiđ 24 feb. kl 20 i Nökkva

  Almennt - ţriđjudagur 11.feb.14 12:13 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1236 - Athugasemdir (0)
  Framundan er aðalfundur Nökkva,  stefnum á mánudagskvöldið 24 feb kl 20 í Nökkva.  Farið verður yfir nýjan uppbyggingarsamning við bæinn og framtíðarplönin rædd og skoðuð.  Félagar hvattir til að mæta.

 • Skemmtibátanámskeiđ - fjarnám 20. janúar - 1. mars 2014

  Almennt - sunnudagur 19.jan.14 20:27 - Jón Magnússon - Lestrar 953 - Athugasemdir (0)

  Kennd verða bókleg atriði sem krafist er samkv. námsskrá til skemmtibátaprófs í siglingarfræði, siglingarreglum og stöðuleika. Veitir réttindi til að stjórna skemmtibát (vélbát eða seglbát) styttri en 24 metrar.

  Námsgögn: Þátttakendur þurfa að nota eftirfarandi gögn á námskeiðinu:

  Sjókort nr. 36, siglingafræðigráðuhorn, sirkil, reglustiku, almenn ritföng, glósubók og reiknivél.

  Námsgögn fást hjá Björgunarbátaþjónustu Norðurlands, Akureyri og Viking björgunarbúnaði, Reykjavík.    Tími 20. janúar - 1. mars 2014.

  Leiðbeinandi: Kjartan Örn Kjartansson kennari við skipstjórnarskóla Tækniskólans og veitir hann upplýsingar um námskeiðið í síma 895 1414.

 • Miklar framkvćmdir í gangi, nýtt athafnasvćđi ađ myndast.

  Almennt - föstudagur 10.jan.14 20:19 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 895 - Athugasemdir (0)

  Miklar framkvæmdir standa nú yfir á athafnasvæði klúbbsins, núna fyrst fer umfangið á nýja svæinu að sjást. Það er vonandi að hægt verði að tryggja framkvæmdum nægilegt fjármagn til að ganga frá fyrir sumarið en talsvert rash hefur orðið á Höepfnersbryggju eins og hún hefur verið en mun nú stækka talsvert. Það má með sanni segja að nú fer baráttan fyrir alvöru að hefjast, Nökkvamenn verið duglegir að tala fyrir framkvæmdum hvar sem þið komið og ef okkar draumar verða að veruleika eins og lítur út þessa stundina þá er framtíðar draumar um alvöru siglingamiðstöð að verða að veruleika.  Verktaki framkvæmda er Þór Konnráðsson við Steipustöð Akureyrar.

  p1103807_400 

  p1103801_400 

  Það var mikið um að vera í dag, ljósm stjórnarmaður Nökkva, Hjalti Jóh.


 • Gleđilegt nýtt ár félagar og ađrir.

  Almennt - föstudagur 3.jan.14 15:23 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1090 - Athugasemdir (0)

  Stjórn Nökkva sendir öllum félögum sínum og landsmönnum bestu áramótakveðjur með þakklæti fyrir gott og skemmtilegt afmælisár. Framundan er spennandi tími með framkvæmdum og annari uppbyggingu sem smá saman mun líta dagsins ljós við Höpfnersbryggju. Nú standa framkvæmdir á fullu og verður fyrsti hlutinn klár í þessum mánuði.  Búið er að tryggja fjárveitingu í áframhaldandi framkvæmdir á þessu ári og þótt ekki sé verið að tala um stórar fjárhæðir, miðað við aðrar framkvæmdir á íþróttasvæðum í bænum, þá er haldið áfram með uppbygginguna og það skiptir mestu máli. 

  img_1633_400

  Frá framkvæmdasvæðinu í dag 3. jan.

   


 • Jólahittingur Nökkvamanna.

  Almennt - mánudagur 30.des.13 20:56 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 982 - Athugasemdir (0)

  img_1056_400

  Góður hópur Nökkvamanna í keilunni sl sunnudag 29 des.  

   


Deildarval

Framsetning efnis

 • A-
 • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf